Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 148 svör fundust

Hvað er átt við með þjóðargjaldþroti?

Hugtakið þjóðargjaldþrot hefur talsvert verið í umræðunni undanfarna mánuði hérlendis. Sambærileg hugtök eru einnig til í öðrum tungumálum, til dæmis er stundum talað um national bankruptcy á ensku. Hugtakið er þó nokkuð misvísandi því að þjóð getur ekki orðið gjaldþrota. Ekki er hægt að eiga kröfu á þjóð sem slík...

Nánar

Hvað kallast fólkið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á íslensku?

Sameinuðu arabísku furstadæmin kallast United Arab Emirates á ensku og á því tungumáli er orðið Emiratis notað þegar vísað er til þegnanna. Íslenskan virðist hins vegar ekki eiga neitt orð yfir íbúa landsins ef marka má lista yfir ríkjaheiti sem er að finna á vef Árnastofnunar. Listi þessi var tekinn saman af...

Nánar

Hvað er átt við með fljótandi gengi?

Sagt er að gengi gjaldmiðils fljóti ef það ræðst á markaði á hverjum tíma, það er fer eftir því hve mikið markaðsaðilar eru reiðubúnir að greiða fyrir viðkomandi gjaldmiðil í erlendri mynt. Andstaðan við fljótandi gengi er fast gengi. Þá er gengið ákveðið af einhverjum, oftast seðlabanka viðkomandi ríkis. Þrátt...

Nánar

Hvað er fullveldi?

Fullveldi er oftast notað yfir stjórnskipulegt sjálfstæði – með öðrum orðum það að vald til að taka ákvarðanir sé hjá innlendum stofnunum og aðilum sem sæki valdið ekkert annað. Þetta er líka hægt að orða þannig að fullvalda ríki fari með æðsta vald í öllum málum á yfirráðasvæði sínu og sæki það ekki til neins an...

Nánar

Væri hægt að einkavæða þjóðkirkjuna?

Öll spurningin hljóðaði svona: Væri hægt að einkavæða þjóðkirkjuna á sama hátt og talað hefur verið um að einkavæða heilbrigðiskerfið? Ekki er ljóst af spurningunni hvaða skilning fyrirspyrjandi leggur í hugtakið einkavæðing nema hvað vísað er til umræðu um að einkavæða heilbrigðiskerfið. Þegar einkavæðing ...

Nánar

Hvað er réttarregla?

Samkvæmt skilgreiningu Netlögbókarinnar er svarið við spurningunni þetta:Réttarreglur eru þær reglur sem taldar eru tilheyra ákveðnu réttarkerfi, t.d. réttarkerfi ríkis. Það fer eftir réttarheimildum hvers réttarkerfis hvaða reglur eru taldar tilheyra því kerfi. (Stefán Már Stefánsson, Úlfljótur 1971, bls. 299). S...

Nánar

Hvers vegna eru fríhafnir til?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Af hverju eru tollfrjáls svæði á flugvöllum? Eru til fleiri dæmi um tollfrjáls svæði? Hlutverk skattheimtu og tollheimtu er öðrum þræði að standa straum af kostnaði við rekstur almannagæða, en almannagæði eru þau gæði kölluð sem eru of kostnaðarsöm eða óframkvæmanl...

Nánar

Hver er munurinn á heimastjórn og sjálfstjórn?

Í stuttu máli á hugtakið sjálfstjórn við um þau landsvæði sem stjórna sér sjálf en heimastjórn er aðallega notað um nýlendur sem njóta einhverrar sjálfstjórnar. Landsvæði sem er undir stjórn ákveðins ríkis getur notið sjálfstjórnar í einhverjum mæli. Sé sjálfstjórnin töluverð hvað varðar framkvæmdarvald, löggja...

Nánar

Hver er höfuðborg Hollands?

Í Íslensku alfræðiorðabókinni segir að höfuðborg sé borg eða bær sem er opinbert stjórnsetur ríkis eða þjóðar. Samkvæmt þessu ætti Haag að vera höfuðborg Hollands þar sem aðsetur stjórnvalda er þar. En sú er ekki raunin heldur er það Amsterdam sem er höfuðborgin. Í Britannica Online er sú skýring gefin að samk...

Nánar

Fleiri niðurstöður